Innlent

Netbankinn styrkir fatlaða

Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins hefur endurnýjað tölvubúnað sinn fyrir styrk sem Netbankinn veitti. Styrkurinn kom að góðum notum þar sem tölvukennsla og tölvunotkun er orðin vaxandi þáttur í endurhæfingarstarfi þjónustumiðstöðvarinnar. Búnaðurinn sem var fyrir var kominn til ára sinna og endurnýjun því orðin brýn. Netbankinn er eingöngu rekinn á netinu og þótti stjórninni því vel við hæfi að styðja við bakið á starfseminni og verkefnum sem efla þekkingu og möguleika fatlaðra við að nýta sér kosti netsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×