Erlent

Reyna að græða á hamförunum

Dollaramerki glampa nú í augum gráðugra hóteleigenda á kínversku eyjunni Hainan undan ströndum Víetnams og skammt austan við hamfarasvæðin við Indlandshaf. Þar er loftslag og aðstæður mjög áþekk og á ferðamannaströndunum sem nú eru í rúst. Hóteleigendur á Hainan reyna nú að laða til sín ferðamenn sem ella hefðu farið til Taílands eða Indónesíu og eru svo bjartsýnir að þeir hafa allt að fimmfaldað verð fyrir hótelherbergi, auk þess sem öll önnur þjónusta er líka að rjúka upp í verði. Græðgi þeirra fer fyrir brjóstið á ferðamálayfirvöldum í Peking sem fá þó ekki við neitt ráðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×