Arfleifðin til munns og maga 2. febrúar 2005 00:01 Sviðnar ásjónur litlu lambanna liggja glottandi á fati á borðinu. Á öðru fati liggja klumpar sem samanstanda af gráu kjöti og ljósdöppuðum fitulögum. Á móti mér sitja tvær austurlenskar vinkonur við matarborðið - og þurfa greinilega áfallahjálp. Ég kynni þær fyrir íslensku sælkeramáltíðinni af miklu stolti; sviðum, lundaböggum, hrútspungum, lifarpylsu og blóðmör, útskýri vinnsluaðferðina við að blanda saman blóði og fitu, rek skálina með vel kæstum hákarlinum upp i andlitið á þeim og útskýri fyrir þeim að þetta sé sko "shark" sem búið er að pissa á og hengja upp í hjalla til þess að láta hann úldna. Þetta er mjög ljótur matur, segir önnur þeirra af hægð. Og mjög illa lyktandi, bætir hin við af sömu hægðinni. Kurteisar konur, sem ætla þrátt fyrir allt að smakka á íslenskri matarmenningu. Þær stinga upp í sig bita sem þær hafa skorið af hrútspungi, tyggja hægt, tvisvar, þrisvar - og tárast. Súrt? segir önnur þeirra undrandi. Alveg rétt. Ég hafði gleymt að taka það fram þegar ég var að kynna gúmmulaðið. Þær reyna bita af hrútspungi og lifrarpylsu og blóðmör og verða "frekar" undrandi yfir því að allt hafi sama bragðið. Allt súrt, nema hákarlinn. Býð þeim harðfisk sem ég hef rifið niður í skál og segi þeim að maka smjöri á hann, sem þeim finnst sérkennilegt fóður. Hafa ekki átt því að venjast að fólk graðki í sig heilu og hálfu smjörstykkjunum. Koma reyndar frá svæði sem er norðarlega í Asíu þar sem mjólkurvörur eru ekki daglegt brauð. Hafa samt þrifist ágætlega. Býð þeim hangikjöt. Útskýri að það sé reykt. Þeim líkar rauði liturinn en eru tortryggnar gagnvart "reykingunni." Það er ekki á dagskrá hjá þeim að horfa á sviðnar ásjónur litlu lambanna, hvað þá bragða á þeim. Spyrja kurteislega hvernig við hugsum samsetninguna á þessari gúrmei-hefð okkar. Allt sé súrt, kæst, reykt og sviðið; hvort ekki þurfi eitthvað sætt á móti til þess að fá jafnvægi í máltíðina - svona jin og jang. Ég rétti þeim skálina með rófustöppunni. Þær andvarpa og eru orðnar pakksaddar, horfa döprum augum á borðið. Mig grunar að þær hafi misst matarlystina og spyr hvort ég eigi að búa til saltkjöt og baunir handa þeim. Nei, þær fengu þann skelfilega rétt hjá mér síðast þegar þær komu til landsins afþví að það var á sprengidag. Þá voru þær svo yfirmáta kurteisar að þær borðuðu - að vísu mjög hægt og tóku svo afleiðingunum af stakri háttprýði. Afleiðingarnar voru þær að konurnar þembdust upp og fengu bjúg. Skildu ekki hvaðan á þær stóð veðrið (eitt af þessum eilífu veðrum sem stöðugt ganga hér yfir). Þær héldu að þær hefðu smitast af einhverjum ókennilegum sjúkdómi sem væri landlægur á norðurslóðum. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta myndi jafna sig á þremur dögum - sem það og gerði. Verstur fannst þeim sljóleikinn sem fylgdi þrútnu ástandinu. Baunasúpan var samt falleg á litinn, segir önnur þeirra, til þess að bæta fyrir þá pínlegu staðreynd að þorramatinn gátu þær ekki borðað. Hann var ljótur, illa lyktandi og vondur á bragðið. Heima hjá okkur er mikilvægt að matur sé fallegur, bætir hún við. Hann þarf að vera litríkur til þess að fanga augað. Hann þarf að ilma vel til þess að höfða til lyktarskynsins. Svo verður hann að vera dálítið brakandi og stökkur til þess að eyrað fái notið - og bragðgóður til þess að fullnægja bragðlaukunum. Matur þarf að höfða til allra skilningarvitanna. Svo borðum við með því sem þið kallið prjóna til þess að taka nógu litla bita í einu til þess að njóta bragðsins enn betur, bætir hin við til skýringar. Ég sé fyrir mér almennilegt þorrablót þar sem fólk ryðst hvert um annað þvert til þess að hrauka á diskana, þrammar með þá að borðinu sínu, hlammar sér í sætið og tekur til við að troða þessum ljóta mat í andlitið á sér til þess að ná örugglega annarri ferð áður en allt klárast. Ropar duglega - og rekur svo við í marga daga. Svo kemur sprengidagurinn og bolludagurinn með öllum sínum hveitibollum með sultu, súkkulaði og miklum, miklum rjóma. Ég reyni að útskýra fyrir mínum austurlensku vinkonum að þetta sé nú maturinn sem hafi haldið lífi í þjóðinni í gegnum aldirnar. Þessi matur, ásamt veðrinu, jarðskjálftunum, eldgosunum, frostinu og snjónum hafi mótað okkur sem þjóð. Aha, segja þær og líta hvor á aðra. Spyrja svo hvort við þurfum enn að borða þetta til að komast af. Þær eru að fara, búnar að festa mannbroddana undir skóna, komnar í hnausþykkar dúnúlpurnar, opna útidyrnar og andvarpa. Úti er rok. Það er svo erfitt, segir önnur þeirra, að ganga hér. Hálka og rok er erfið samsetning. Maður verður að einbeita sér að því hvar og hvernig maður stígur til jarðar - sem er frekar erfitt, þegar maður er að berjast við vindinn. Súsanna Svavarsdóttir -nsussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sviðnar ásjónur litlu lambanna liggja glottandi á fati á borðinu. Á öðru fati liggja klumpar sem samanstanda af gráu kjöti og ljósdöppuðum fitulögum. Á móti mér sitja tvær austurlenskar vinkonur við matarborðið - og þurfa greinilega áfallahjálp. Ég kynni þær fyrir íslensku sælkeramáltíðinni af miklu stolti; sviðum, lundaböggum, hrútspungum, lifarpylsu og blóðmör, útskýri vinnsluaðferðina við að blanda saman blóði og fitu, rek skálina með vel kæstum hákarlinum upp i andlitið á þeim og útskýri fyrir þeim að þetta sé sko "shark" sem búið er að pissa á og hengja upp í hjalla til þess að láta hann úldna. Þetta er mjög ljótur matur, segir önnur þeirra af hægð. Og mjög illa lyktandi, bætir hin við af sömu hægðinni. Kurteisar konur, sem ætla þrátt fyrir allt að smakka á íslenskri matarmenningu. Þær stinga upp í sig bita sem þær hafa skorið af hrútspungi, tyggja hægt, tvisvar, þrisvar - og tárast. Súrt? segir önnur þeirra undrandi. Alveg rétt. Ég hafði gleymt að taka það fram þegar ég var að kynna gúmmulaðið. Þær reyna bita af hrútspungi og lifrarpylsu og blóðmör og verða "frekar" undrandi yfir því að allt hafi sama bragðið. Allt súrt, nema hákarlinn. Býð þeim harðfisk sem ég hef rifið niður í skál og segi þeim að maka smjöri á hann, sem þeim finnst sérkennilegt fóður. Hafa ekki átt því að venjast að fólk graðki í sig heilu og hálfu smjörstykkjunum. Koma reyndar frá svæði sem er norðarlega í Asíu þar sem mjólkurvörur eru ekki daglegt brauð. Hafa samt þrifist ágætlega. Býð þeim hangikjöt. Útskýri að það sé reykt. Þeim líkar rauði liturinn en eru tortryggnar gagnvart "reykingunni." Það er ekki á dagskrá hjá þeim að horfa á sviðnar ásjónur litlu lambanna, hvað þá bragða á þeim. Spyrja kurteislega hvernig við hugsum samsetninguna á þessari gúrmei-hefð okkar. Allt sé súrt, kæst, reykt og sviðið; hvort ekki þurfi eitthvað sætt á móti til þess að fá jafnvægi í máltíðina - svona jin og jang. Ég rétti þeim skálina með rófustöppunni. Þær andvarpa og eru orðnar pakksaddar, horfa döprum augum á borðið. Mig grunar að þær hafi misst matarlystina og spyr hvort ég eigi að búa til saltkjöt og baunir handa þeim. Nei, þær fengu þann skelfilega rétt hjá mér síðast þegar þær komu til landsins afþví að það var á sprengidag. Þá voru þær svo yfirmáta kurteisar að þær borðuðu - að vísu mjög hægt og tóku svo afleiðingunum af stakri háttprýði. Afleiðingarnar voru þær að konurnar þembdust upp og fengu bjúg. Skildu ekki hvaðan á þær stóð veðrið (eitt af þessum eilífu veðrum sem stöðugt ganga hér yfir). Þær héldu að þær hefðu smitast af einhverjum ókennilegum sjúkdómi sem væri landlægur á norðurslóðum. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta myndi jafna sig á þremur dögum - sem það og gerði. Verstur fannst þeim sljóleikinn sem fylgdi þrútnu ástandinu. Baunasúpan var samt falleg á litinn, segir önnur þeirra, til þess að bæta fyrir þá pínlegu staðreynd að þorramatinn gátu þær ekki borðað. Hann var ljótur, illa lyktandi og vondur á bragðið. Heima hjá okkur er mikilvægt að matur sé fallegur, bætir hún við. Hann þarf að vera litríkur til þess að fanga augað. Hann þarf að ilma vel til þess að höfða til lyktarskynsins. Svo verður hann að vera dálítið brakandi og stökkur til þess að eyrað fái notið - og bragðgóður til þess að fullnægja bragðlaukunum. Matur þarf að höfða til allra skilningarvitanna. Svo borðum við með því sem þið kallið prjóna til þess að taka nógu litla bita í einu til þess að njóta bragðsins enn betur, bætir hin við til skýringar. Ég sé fyrir mér almennilegt þorrablót þar sem fólk ryðst hvert um annað þvert til þess að hrauka á diskana, þrammar með þá að borðinu sínu, hlammar sér í sætið og tekur til við að troða þessum ljóta mat í andlitið á sér til þess að ná örugglega annarri ferð áður en allt klárast. Ropar duglega - og rekur svo við í marga daga. Svo kemur sprengidagurinn og bolludagurinn með öllum sínum hveitibollum með sultu, súkkulaði og miklum, miklum rjóma. Ég reyni að útskýra fyrir mínum austurlensku vinkonum að þetta sé nú maturinn sem hafi haldið lífi í þjóðinni í gegnum aldirnar. Þessi matur, ásamt veðrinu, jarðskjálftunum, eldgosunum, frostinu og snjónum hafi mótað okkur sem þjóð. Aha, segja þær og líta hvor á aðra. Spyrja svo hvort við þurfum enn að borða þetta til að komast af. Þær eru að fara, búnar að festa mannbroddana undir skóna, komnar í hnausþykkar dúnúlpurnar, opna útidyrnar og andvarpa. Úti er rok. Það er svo erfitt, segir önnur þeirra, að ganga hér. Hálka og rok er erfið samsetning. Maður verður að einbeita sér að því hvar og hvernig maður stígur til jarðar - sem er frekar erfitt, þegar maður er að berjast við vindinn. Súsanna Svavarsdóttir -nsussa@frettabladid.is
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun