Viðskipti erlent

Olíuverð lækkar

Olíuverð lækkaði lítils háttar í Bandaríkjunum í dag þar sem ekki er talið að Ríta muni valda skaða á olíulindum í Texas og við Mexíkóflóa. Fatið af olíu er nú á sextíu og sex dali. Olíuverð hefur hækkað töluvert undanfarið og þá bæði vegna þess usla sem fellibylurinn Katrín olli og hræðslu við fellibylinn Rítu. Olíufélögin hér á landi lækkuðu verð sitt fyrr í vikunni en samkvæmt upplýsingum fréttastofu má búast við hækkunum á bensíni hér á landi eftir helgi í kjölfarið á hækkunum í Bandaríkjunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×