San Antonio 3 - Detroit 2 20. júní 2005 00:01 Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sjá meira
Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sjá meira