Sport

Sigrún í öðru sæti í Georgíu

Sigrún Fjeldsted úr FH keppti í spjótkasti á móti í Athens í Georgíu í Bandaríkjunum um helgina og hafnaði í öðru sæti þegar hún kastaði spjótinu 49,87 metra. Það er ekki langt frá hennar besta árangri í greininni, sem hún náði í síðasta mánuði og er 50,19 metrar. Þá keppti Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, á sterku móti í San Diego í Bandaríkjunum og kastaði 57,03 metra. Tugþrautarmaðurinn Jónas Hlynur Hallgrímsson úr FH keppti í kringlu- og spjótkasti ytra um helgina og kastaði kringlunni 39,43 metra og spjótinu 58,54 metra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×