Sport

Silja bætti árangur sinn

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, bætti sinn besta árangur í 400 metra grindahlaupi á háskólameistaramóti í Flórída í Bandaríkjunum um helgina þegar hún hljóp á 56,62 sekúndum. Þessi frábæri tími hennar nægði henni þó ekki til sigurs í hlaupinu, því hún hafnaði í öðru sæti. Silja stefnir nú hraðbyri að því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið utanhúss í sumar, en til þess þarf hún að hlaupa á tímanum 56,50 sekúndum og ef hún heldur áfram að bæta sig á hún að eiga góða möguleika á að ná lágmarkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×