Viðskipti innlent

Hlutlaus ákvörðun

"Ákvarðanir Seðlabankans í dag eru nokkuð hlutlausar og ættu ekki að hafa afgerandi áhrif á þróunina á gjaldeyrismarkaði. Miklu skiptir þó hvort útgáfur á skuldabréfum í íslenskum krónum taka við sér í desember. Ef svo fer ekki má gera ráð fyrir að krónan sígi áfram," sagði í fréttum greiningardeildar Landsbankans í gær eftir að tilkynnt var um hækkun stýrivaxta Seðlabankans.

"Þessi vaxtahækkun er í lægri kanti þess sem markaðsaðilar höfðu búist við og á mörkum þess að vera í samræmi við þær yfirlýsingar sem áttu sér stað á síðasta Peningamálafundi í september," sagði í hálffimm fréttum KB banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×