Viðskipti erlent

Methalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli í Bandaríkjunum í september nam 66 milljörðum dala, um það bil 4.300 milljörðum króna. Innflutningur jókst um 2,4 prósent á meðan útflutningur dróst saman um 2,6 prósent. Á sama tima var viðskiptajöfnuður Kínverja við útlönd jákvæður um 12 milljarða dollara, jafnvirði 780 milljarða króna.

Viðskiptajöfnuður milli þessara landa var óhagstæður Bandaríkjunum um 20 milljarða dollara eða 130 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×