Viðskipti erlent

Microsoft brýtur lög

Bill Gates. Microsoft var sektað fyrir brot á samkeppnislögum í Kóreu.
Bill Gates. Microsoft var sektað fyrir brot á samkeppnislögum í Kóreu.

Microsoft var dæmt til greiðslu 32 milljóna dollara, rúma tvo milljarða íslenskra króna sektar af samkeppnisstofnun Suður-Kóreu. Samkeppnisstofnunin komst að þeirri niðurstöðu að það væri brot á samkeppnislögum að msn-skilaboðaforritið væri innifalið með windows-stýrikerfinu.

Úrskurðað var að Windows þyrfti að endurbæta þannig að annar skilaboðahugbúnaður virkaði með stýrikerfinu. Talsmenn Microsoft voru óánægðir með dóminn og hyggjast áfrýja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×