Viðskipti innlent

2 milljarða afgangur á ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér síðdegis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×