Viðskipti innlent

Krónan veiktist um 0,75%

Krónan veiktist í dag um 0,75 prósent. Mikil viðskipti voru með krónur á gjaldeyrismarkaði í dag en í síðustu viku náði krónan lokagildinu 104,9 sem er sterkasta lokagildi frá opnun gjaldeyrismarkaðar árið 1993. Samkvæmt Hálffimm fréttum KB banka virðist sem innlendir aðilar hafi í auknum mæli verið að taka stöðu á móti krónunni í morgun sem bendir til þess að þeir hafi metið það svo að krónan sé nálægt sínu hæsta gildi og að líkur hafi vaxið á gengislækkun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×