Erlent

Stefnir í sigur Rasmussens

Nýjustu skoðanakannanir í Danmörku benda til þess að samsteypustjórn Anders Foghs Rasmussens muni vinna stórsigur á jafnaðarmönnum í kosningunum í næsta mánuði. Samkvæmt þeim munu ríkisstjórnarflokkarnir fá 100 þingmenn kjörna, en 179 sæti eru á danska þinginu. Í síðustu kosningum, árið 2001, fengu stjórnarflokkarnir 98 þingsæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×