Erlent

31 sagður látinn í þyrsluslysi

Þrjátíu og einn bandarískur landgönguliði fórst þegar stór flutningaþyrla hrapaði í vesturhluta Íraks í dag að sögn CNN-fréttastofunnar. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði. Bandaríska herstjórnin í Írak staðfestir að manntjón hafi orðið en kveðst ekki að sinni geta staðfest tölu látinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×