Erlent

Erfið staða barna í Suðaustur-Asíu

Börn í löndunum sem verst urðu úti í hamförunum annan dag jóla búa sig nú undir að hefja skólagöngu á nýjan leik. Á Srí Lanka eru milljón börn enn án heimilis og ekkert útlit fyrir að það breytist í bráð. Þau hafast við í bráðabirgðaskýlum og þiggja mat frá hinu opinbera. Nú er mánuður liðinn frá hamförunum og börnin hafa ekkert fengið nema hrísgrjón og linsubaunir. Óttast er að verði ekkert að gert fari næringarskortur að gera vart við sig fljótlega. Þá er drykkjarvatn einnig af skornum skammti og hreinlæti mjög ábótavant. Í morgun bárust síðan þær fréttir frá mannúðarsamtökunum Oxfam í Bretlandi að einungis helmingur þess fjár sem heitið var til neyðaraðstoðar við Indlandshaf hefði borist. Seinna í dag verður gefið upp hve mikið fé hefur alls borist til Indlandshafs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×