Erlent

Líklegri til að verða of feit

Börn of feitra mæðra eru fimmtán sinnum líklegri en önnur börn til þess að þjást af offitu strax við sex ára aldur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Frá þriggja ára aldri fer að koma fram afgerandi munur á holdafari barna sem eiga mæður í kjörþyngd og þeirra sem eiga of feitar mæður. Rannsakendur segja nauðsynlegt að skoða börn of feitra mæðra í síðasta lagi við fjögurra ára aldur til þess að koma í veg fyrir að allt fari í óefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×