Erlent

Þúsundir á götum Beirútar

Þúsundir manna hafa safnast saman í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að fylgjast með því þegar líkkista Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verður flutt í gegnum borgina. Hariri var myrtur í sprengjuárás í fyrradag. Stór hluti þeirra sem safnast hafa saman bera skilti með áletruðum ókvæðisorðum um Sýrlendinga og eins heyrast niðrandi hróp og köll um Sýrlendinga frá þúsundum manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×