Óhóf í heilsu 23. mars 2005 00:01 Heilsubylgjan sem nú gengur yfir samfélagið er allra góðra gjalda verð. Góð heilsa er ómetanleg og seint verður fólk minnt nógu oft á að við eigum bara einn líkama sem verður að endast okkur allt lífið. Á síðustu tímum hraða og neyslu er líka svo komið að áreitið á líkamann er mikið þótt með öðrum hætti sé en í gamla daga þegar fólk vann að stórum hluta líkamlega vinnu. Áreitið á líkamann í dag felst í löngum setum, rangri líkamsbeitingu og ekki síður margháttaðri óhollustu sem við látum ofan í okkur dag hvern. Maturinn sem við borðum er uppfullur af alls kyns aukaefnum sem sæta hann, salta eða skerpa bragð á annan hátt. Þá eru ótalin þau efni sem auka geymsluþol hans. Þessi efni eru áreiðanlega ekki holl líkama okkar og alls ekki sé þeirra neytt í miklu mæli. Á móti þessum áhrifum vinnur heilsubylgjan. Þeir sem taka þátt í henni iðka holla útiveru og líkamsrækt og leitast við að borða hollan mat, mat sem laus er við aukaefnin. Og á meðan sumir efnast á því að setja á markað hraðsoðinn aukaefnamat eru aðrir sem hafa séð sér leik á borði og nota heilsubylgjuna sér til viðurværis, eðlilega. Einn kimi heilsubylgjunnar er hreinsunaræðið. Nánast daglega dynja á okkur auglýsingar um alls kyns náttútulegar töflur, duft og vökva sem eiga að hjálpa til við hreinsun líkamans af allri óhollustunni sem við tökum inn dag hvern. Snyrtivöruframleiðendur hafa líka stokkið á þennan vagn og framleiða nú alls kyns hreinsilínur þar sem í auglýsingatexta er útskýrt hversu óhrein húðin sé af útblæstri og annarri mengun andrúmsloftsins. Líklega er nálægt tuttugu ár síðan hreinsunarkúrar fóru að ryðja sér verulega til rúms, föstur, ýmist með tei eða grænmetissafa, sem eina fæði um daga eða vikna skeið og svo kúkanámskeið sérstök þar sem fólk drakk saltvatn allt hvað af tók og fékk svo stólpípu ef það dugði ekki til. Allt fyrir hreinsunina. Í dag birtist hreinsunaræðið að sumu leyti í sams konar skyndilausnum og er að finna í skyndibitunum sjálfum sem óhreinindunum eiga að valda. Þessar lausnir felast þá í inntöku náttúrulegs hreinsunarefnis, ýmist í föstu formi eða fljótandi og iðulega tekur hreinsunin ekki nema nokkra daga, fólk er jú orðið svo lítið fyrir að bíða. Eina birtingarmynd hreinsunaræðisins er svo að finna í raunveruleikasjónvarpsþáttum litlu konunnar sem fer heim til feita fólksins og býr til fjöll úr matnum sem það borðar í heila viku, gefur því svo stólpípu og fussar yfir saursýnum þess. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem hefst upp úr því að lifa í samræmi við alla þessa hreinsun sem dregið er fram að við þurfum að undirgangast til að vera hraust og hress. Er hreinsunaræðið kannski hluti af þeirri sömu úrkynjun sem gerir að verkum að allt of stór hluti ungra stúlkna hefur þá sjálfsmynd að þær séu of feitar miðað við það sem ætlast er til? Það er dálaglegt ef ungt fólk situr uppi með þá sjálfsmynd að það þurfi að hætta að borða vegna þess að það hefur meiri hold en helstu súpermódel heims og telur líka að það verði reglulega að gangast undir hreinsun rétt eins og hundarnir í gamla daga. Þróunin sem á sér stað í átt frá hinu náttúrulega til alls kyns gerviefna er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er örugglega skynsamlegra að reyna að hægja á þessari þróun og jafnvel snúa henni við að einhverju leyti en að lifa með því að þurfa reglulega að hreinsa sig af eiturefnum sem maður fyllir sig af þess á milli.Steinunn Stefánsdóttir - steinunn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Heilsubylgjan sem nú gengur yfir samfélagið er allra góðra gjalda verð. Góð heilsa er ómetanleg og seint verður fólk minnt nógu oft á að við eigum bara einn líkama sem verður að endast okkur allt lífið. Á síðustu tímum hraða og neyslu er líka svo komið að áreitið á líkamann er mikið þótt með öðrum hætti sé en í gamla daga þegar fólk vann að stórum hluta líkamlega vinnu. Áreitið á líkamann í dag felst í löngum setum, rangri líkamsbeitingu og ekki síður margháttaðri óhollustu sem við látum ofan í okkur dag hvern. Maturinn sem við borðum er uppfullur af alls kyns aukaefnum sem sæta hann, salta eða skerpa bragð á annan hátt. Þá eru ótalin þau efni sem auka geymsluþol hans. Þessi efni eru áreiðanlega ekki holl líkama okkar og alls ekki sé þeirra neytt í miklu mæli. Á móti þessum áhrifum vinnur heilsubylgjan. Þeir sem taka þátt í henni iðka holla útiveru og líkamsrækt og leitast við að borða hollan mat, mat sem laus er við aukaefnin. Og á meðan sumir efnast á því að setja á markað hraðsoðinn aukaefnamat eru aðrir sem hafa séð sér leik á borði og nota heilsubylgjuna sér til viðurværis, eðlilega. Einn kimi heilsubylgjunnar er hreinsunaræðið. Nánast daglega dynja á okkur auglýsingar um alls kyns náttútulegar töflur, duft og vökva sem eiga að hjálpa til við hreinsun líkamans af allri óhollustunni sem við tökum inn dag hvern. Snyrtivöruframleiðendur hafa líka stokkið á þennan vagn og framleiða nú alls kyns hreinsilínur þar sem í auglýsingatexta er útskýrt hversu óhrein húðin sé af útblæstri og annarri mengun andrúmsloftsins. Líklega er nálægt tuttugu ár síðan hreinsunarkúrar fóru að ryðja sér verulega til rúms, föstur, ýmist með tei eða grænmetissafa, sem eina fæði um daga eða vikna skeið og svo kúkanámskeið sérstök þar sem fólk drakk saltvatn allt hvað af tók og fékk svo stólpípu ef það dugði ekki til. Allt fyrir hreinsunina. Í dag birtist hreinsunaræðið að sumu leyti í sams konar skyndilausnum og er að finna í skyndibitunum sjálfum sem óhreinindunum eiga að valda. Þessar lausnir felast þá í inntöku náttúrulegs hreinsunarefnis, ýmist í föstu formi eða fljótandi og iðulega tekur hreinsunin ekki nema nokkra daga, fólk er jú orðið svo lítið fyrir að bíða. Eina birtingarmynd hreinsunaræðisins er svo að finna í raunveruleikasjónvarpsþáttum litlu konunnar sem fer heim til feita fólksins og býr til fjöll úr matnum sem það borðar í heila viku, gefur því svo stólpípu og fussar yfir saursýnum þess. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem hefst upp úr því að lifa í samræmi við alla þessa hreinsun sem dregið er fram að við þurfum að undirgangast til að vera hraust og hress. Er hreinsunaræðið kannski hluti af þeirri sömu úrkynjun sem gerir að verkum að allt of stór hluti ungra stúlkna hefur þá sjálfsmynd að þær séu of feitar miðað við það sem ætlast er til? Það er dálaglegt ef ungt fólk situr uppi með þá sjálfsmynd að það þurfi að hætta að borða vegna þess að það hefur meiri hold en helstu súpermódel heims og telur líka að það verði reglulega að gangast undir hreinsun rétt eins og hundarnir í gamla daga. Þróunin sem á sér stað í átt frá hinu náttúrulega til alls kyns gerviefna er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er örugglega skynsamlegra að reyna að hægja á þessari þróun og jafnvel snúa henni við að einhverju leyti en að lifa með því að þurfa reglulega að hreinsa sig af eiturefnum sem maður fyllir sig af þess á milli.Steinunn Stefánsdóttir - steinunn@frettabladid.is
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun