Viðskipti erlent

Olíufatið komið yfir 55 dollara

MYND/Reuters
Olíuverð hækkar enn og er komið yfir 55 dollara á fatið og stefnir hærra. Ástæðan er einkum sú spá markaðssérfræðinga að verðið á olíufatinu gæti innan tíðar farið yfir hundrað og fimm dollara, sem er helmingi meira en nú. Það sem af er þessu ári hefur verðið hækkað um 28 prósent. Ástandið á markaði er nú með þeim hætti að ekkert má gerast án þess að verðið hækki í kjölfarið. Framleiðslutruflanir hjá nokkrum olíuhreinsunarstöðvum í Bandaríkjunum urðu þannig til þess að verð olíufatsins hækkaði á markaði í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×