Erlent

Réttarhöld yfir Saddam hefjast á ný

Réttarhöldin yfir Saddam Hússein og sjö samstarfsmönnum voru að hefjast rétt í þessu. Saddam er viðstaddur réttarhöldin, þrátt fyrir að hafa neitað að taka frekari þátt í þeim fyrir tveimur vikum. Eins og í undanfarin tvö skipti verða morð Saddams og samstarfsmanna hans á tæplega hundrað og fimmtíu Sjítum í þorpinu Dujæl árið 1982 til umfjöllunar í dag og verða fjölmörg vitni kölluð fyrir dómstólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×