Sport

El Hadji Diouf neitar hrákamáli

El Hadji Diouf, leikmaður Bolton á Englandi, hyggst neita ásökunum þess efnis að hann hafi hrækt drykk að áhorfendum eftir að hann var tekinn af velli í leik gegn Middlesbrough í nóvember á síðasta ári. Í tilkynningu frá Bolton segir m.a. að félagið standi bið bakið á Diouf en að málið sé í höndum dómstóls og hann sjái alfarið um að leiða það til lykta. "Leikmaðurinn er saklaus uns sekt er sönnuð," segir í tilkynningunni. Hinn 24 ára gamli Diouf er sem stendur á lánssamningi hjá Bolton frá Liverpool en hann var keyptur frá Lens í Frakklandi fyrir 10 milljónir punda árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×