Sport

Eyjamenn úr fallsæti

Eyjamenn lögðu Framara, 2-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær og komust þar með úr fallsæti í Landsbankadeildinni. Ian Jeffs skorði fyrra mark Eyjapeyja úr vítaspyrnu á 37. mínútu eftir að brotið hafði verið á Pétri Sigurðssyni. Það var síðan markarhrókurinn mikli, Steingrímur Jóhanesson, sem tryggði ÍBV mikilvægan sigur og Eyjamenn komnir í 8. sætið með níu stig. Þeir hafa unnið þrjá leiki á heimavelli - Reykjavíkurfélögin Val, KR og nú Fram. Framarar eru komnir í kunnulega stöðu, eru með átta stig eftir tíu leiki í 9. sæti Einn leikur er í Landsbankadeild karla í kvöld þegar KR-ingar fá Fylkismenn í heimsókn í Frostaskjól. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Fyrri leikur þessara liða fór 2-1 fyrir KR þar sem Sigurvin Ólafsson skoraði sigurmark KR á lokamínutu leiksins. KR hefur ekki gengið sem best það sem af er mótinu og er með tíu stig í 6. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Fylkir er í 4. sæti með 14 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×