Hagnaðartölur og íslensk hlutabréf 22. ágúst 2005 00:01 Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar