Erlent

Sautján drepnir í loftárásum

Sautján Írakar létust í loftárásum Bandaríkjamanna á þorpið al-Rummana í Írak í gær. Uppreisnarmenn í þorpinu gerðu nokkrar árásir á herlið Bandaríkjamanna sem svaraði með því að gera loftárásir á þorpið úr þyrlum. Fimmtán Írakar særðust í árásunum, en í þeim voru að minnsta kosti þrjú hús lögð alveg í rúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×