Lífið

Kertagerð er spennandi

"Ég og vinir mínir byrjuðum að vinna með vax og kerti, mér fannst efnið mjög skemmtilegt og fljótlega var áhuginn hjá mér orðinn það mikill að mig langað að læra meira," segir Helga Björg Jónasdóttir kennari, myndlistar- og kertagerðamaður. Undanfarin ár hefur hún haldið námskeið kertagerð og segir hún að handverkið henti flestum. Það var ekki boðið upp á formlegt nám í kertagerð en Helgu langaðið að læra meira. "Ég hafði samband við kertagerðamann í Bretlandi og fékk að fara í einkakennslu á verkstæðinu hjá honum. Hann var búinn að vera í þessum bransa svo lengi og því gat ég lært ótal áhugaverða hluti af honum og hef ég svo þróaði." Árið 2000 var kertagerðafyrirtækið Vaxandi svo stofnað en þar vinnur Helga verk sín og heldur auk þess námskeið fyrir þá sem vilja læra handverk kertagerðarinnar. "Á námskeiðunum sem við höfum haldið höfum við lagt áherslu á að kenna fólki að verða sér úti um hráefni til kertagerðar og þau tæki og tól sem til þarf. Ég nýti svo þann grunn sem ég hef úr myndlistinni til að fara óhefðbundnar leiðir við vinnu, litun og gerð kertanna." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.