Klerkar og kjarnorkusprengjur 17. júní 2005 00:01 Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sveinn Guðmarsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun