Erlent

Stefnir í tvísýnar kosningar

Fylgiskannanir sýna lítilsháttar aukinn stuðning við hægriflokkana í Noregi þegar aðeins vika er til kosninga. Í nýrri könnun Norska ríkisútvarpsins og Dagbladet hallar mjög á Miðflokkinn sem er í rauðgræna bandalaginu svonefnda með Verkamannaflokknum og Sósíalíska vinstriflokknum. Samanlagt hafa þessir flokkar haft ríflega helming kjósenda með sér eða allt að 54 prósent eða þar til nú að þeir hafa nákvæmlega helming fylgisins. Flokkur Kjell Magne Bondeviks, Kristilegi þjóðarflokkurinn, hefur ástæðu til að fagna nærri níu prósenta fylgi í könnuninnni, en það er talsvert umfram það sem hann hefur mælst með að undanförnu. Fimmtungur norskra kjósenda hyggst kjósa Framfaraflokk Carls. I. Hagen, sem veitt hefur minnihlutastjórn Bondeviks stuðning. Þrátt fyrir sveiflurnar að undanförnu fengi Jens Stoltenberg og rauðgræna bandalagið þann fjölda þingsæta sem tryggt gæti því meirihlutastjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×