Erlent

Jóakim fjarri prinsunum

Meðan allt lék í lyndi Jóakim, Alexandra og prinsarnir.
Meðan allt lék í lyndi Jóakim, Alexandra og prinsarnir.

Jóakim Danaprins ætlar ekki að eyða aðfangadagskvöldi með sonum sínum tveimur í ár. Prinsanir ungu verða þess í stað hjá móður sinni, Alexöndru prinsessu, og foreldrum hennar.

Jóakim og Alexandra slitu samvistir fyrir síðustu jól en ákváðu engu að síður að halda jólin hátíðleg saman. Margrét drottning og Hinrik prins verða líkt og fyrri ár í Marselisborgarhöll og mun Jóakim verða með þeim þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×