Vandræðagangur ESB-sinna 1. júní 2005 00:01 Upplýst var á Alþingi fyrir skemmstu að við Íslendingar höfum verið að taka upp innan við 6,5% af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á þeim rétt rúma áratug sem við höfum verið aðilar að honum. Voru þessar upplýsingar fengnar frá skrifstofu EFTA í Brussel en ljóst er að þær eru í hrópandi mótsögn við þann áróður sem íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa haldið að almenningi hér á landi á undanförnum árum þess efnis að umrætt hlutfall væri 70-80% og jafnvel allt upp í 90%. Hafa þær fullyrðingar verið eitt af lykilatriðunum í áróðri þeirra fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið, þ.e. að við værum hvort sem er að taka upp nánast allar lagagerðir sambandsins og gætum því allt eins gengið í það. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á svo um munar að ekki hefur verið steinn yfir steini í þessum málflutningi. Það hefur annars verið afar fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, að fylgjast með neyðarlegum viðbrögðum þeirra forystumanna íslenzkra Evrópusambandssinna sem tjáð hafa sig um þessar nýfengnu upplýsingar. Hafa viðbrögðin helzt einkennst af fálmi og vandræðalegum tilraunum til þess að hanga á einhverjum smáatriðum í því skyni að reyna að draga 6,5% töluna í efa. Það er reyndar ekki sama hvaða forystumaður Evrópusambandssinna á í hlut. Þannig hafa Eiríkur Bergmann Einarsson, fyrrv. stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, reynt að draga niðurstöðu skrifstofu EFTA í efa á sama tíma og Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, hefur gengizt við henni eftir því sem bezt verður séð. Andrés ritaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem ekki kom fram neinn efi um það að 6,5% talan ætti við rök að styðjast. Hins vegar vildi hann meina að áhrif þeirra tæplega 6,5% lagagerða Evrópusambandsins, sem Ísland hefur gengizt undir vegna EES-samningsins, skiptu meira máli en hversu hátt hlutfall af heildarlagagerðum sambandsins við hefðum tekið upp. Þarna kveður auðvitað við algerlega nýjan tón í málflutningi Evrópusambandssinna í þessum efnum sem einmitt hefur hingað til allur snúist um það hversu hátt hlutfallið væri en ekki um vægi einstakra lagagerða. Eins og áður segir hefur tilgangurinn með þeim málflutningi verið sá að telja almenningi á Íslandi trú um að við værum að taka yfir nánast allar lagagerðir Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og gætum því allt eins bara gengið í sambandið. Einn sjálfskipaði "Evrópusérfræðingurinn" úr þeirra röðum gekk jafnvel svo langt hér um árið að segja að Evrópuumræðan hér á landi ætti ekki að snúast um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið heldur hvort það ætti að ganga úr því. En nú hefur sem sagt verið sýnt fram á með afgerandi hætti að þessi ómerkilegi áróður hefur verið algerlega úr lausu lofti gripinn og rúmlega það. Þar með hefur verið gert að engu eitt af lykilatriðunum í málflutningi íslenzkra Evrópusambandsinna og því í sjálfu sér ekki að furða að þeir séu í sárum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Upplýst var á Alþingi fyrir skemmstu að við Íslendingar höfum verið að taka upp innan við 6,5% af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á þeim rétt rúma áratug sem við höfum verið aðilar að honum. Voru þessar upplýsingar fengnar frá skrifstofu EFTA í Brussel en ljóst er að þær eru í hrópandi mótsögn við þann áróður sem íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa haldið að almenningi hér á landi á undanförnum árum þess efnis að umrætt hlutfall væri 70-80% og jafnvel allt upp í 90%. Hafa þær fullyrðingar verið eitt af lykilatriðunum í áróðri þeirra fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið, þ.e. að við værum hvort sem er að taka upp nánast allar lagagerðir sambandsins og gætum því allt eins gengið í það. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á svo um munar að ekki hefur verið steinn yfir steini í þessum málflutningi. Það hefur annars verið afar fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, að fylgjast með neyðarlegum viðbrögðum þeirra forystumanna íslenzkra Evrópusambandssinna sem tjáð hafa sig um þessar nýfengnu upplýsingar. Hafa viðbrögðin helzt einkennst af fálmi og vandræðalegum tilraunum til þess að hanga á einhverjum smáatriðum í því skyni að reyna að draga 6,5% töluna í efa. Það er reyndar ekki sama hvaða forystumaður Evrópusambandssinna á í hlut. Þannig hafa Eiríkur Bergmann Einarsson, fyrrv. stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, reynt að draga niðurstöðu skrifstofu EFTA í efa á sama tíma og Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, hefur gengizt við henni eftir því sem bezt verður séð. Andrés ritaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem ekki kom fram neinn efi um það að 6,5% talan ætti við rök að styðjast. Hins vegar vildi hann meina að áhrif þeirra tæplega 6,5% lagagerða Evrópusambandsins, sem Ísland hefur gengizt undir vegna EES-samningsins, skiptu meira máli en hversu hátt hlutfall af heildarlagagerðum sambandsins við hefðum tekið upp. Þarna kveður auðvitað við algerlega nýjan tón í málflutningi Evrópusambandssinna í þessum efnum sem einmitt hefur hingað til allur snúist um það hversu hátt hlutfallið væri en ekki um vægi einstakra lagagerða. Eins og áður segir hefur tilgangurinn með þeim málflutningi verið sá að telja almenningi á Íslandi trú um að við værum að taka yfir nánast allar lagagerðir Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og gætum því allt eins bara gengið í sambandið. Einn sjálfskipaði "Evrópusérfræðingurinn" úr þeirra röðum gekk jafnvel svo langt hér um árið að segja að Evrópuumræðan hér á landi ætti ekki að snúast um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið heldur hvort það ætti að ganga úr því. En nú hefur sem sagt verið sýnt fram á með afgerandi hætti að þessi ómerkilegi áróður hefur verið algerlega úr lausu lofti gripinn og rúmlega það. Þar með hefur verið gert að engu eitt af lykilatriðunum í málflutningi íslenzkra Evrópusambandsinna og því í sjálfu sér ekki að furða að þeir séu í sárum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar