Vandræðagangur ESB-sinna 1. júní 2005 00:01 Upplýst var á Alþingi fyrir skemmstu að við Íslendingar höfum verið að taka upp innan við 6,5% af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á þeim rétt rúma áratug sem við höfum verið aðilar að honum. Voru þessar upplýsingar fengnar frá skrifstofu EFTA í Brussel en ljóst er að þær eru í hrópandi mótsögn við þann áróður sem íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa haldið að almenningi hér á landi á undanförnum árum þess efnis að umrætt hlutfall væri 70-80% og jafnvel allt upp í 90%. Hafa þær fullyrðingar verið eitt af lykilatriðunum í áróðri þeirra fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið, þ.e. að við værum hvort sem er að taka upp nánast allar lagagerðir sambandsins og gætum því allt eins gengið í það. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á svo um munar að ekki hefur verið steinn yfir steini í þessum málflutningi. Það hefur annars verið afar fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, að fylgjast með neyðarlegum viðbrögðum þeirra forystumanna íslenzkra Evrópusambandssinna sem tjáð hafa sig um þessar nýfengnu upplýsingar. Hafa viðbrögðin helzt einkennst af fálmi og vandræðalegum tilraunum til þess að hanga á einhverjum smáatriðum í því skyni að reyna að draga 6,5% töluna í efa. Það er reyndar ekki sama hvaða forystumaður Evrópusambandssinna á í hlut. Þannig hafa Eiríkur Bergmann Einarsson, fyrrv. stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, reynt að draga niðurstöðu skrifstofu EFTA í efa á sama tíma og Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, hefur gengizt við henni eftir því sem bezt verður séð. Andrés ritaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem ekki kom fram neinn efi um það að 6,5% talan ætti við rök að styðjast. Hins vegar vildi hann meina að áhrif þeirra tæplega 6,5% lagagerða Evrópusambandsins, sem Ísland hefur gengizt undir vegna EES-samningsins, skiptu meira máli en hversu hátt hlutfall af heildarlagagerðum sambandsins við hefðum tekið upp. Þarna kveður auðvitað við algerlega nýjan tón í málflutningi Evrópusambandssinna í þessum efnum sem einmitt hefur hingað til allur snúist um það hversu hátt hlutfallið væri en ekki um vægi einstakra lagagerða. Eins og áður segir hefur tilgangurinn með þeim málflutningi verið sá að telja almenningi á Íslandi trú um að við værum að taka yfir nánast allar lagagerðir Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og gætum því allt eins bara gengið í sambandið. Einn sjálfskipaði "Evrópusérfræðingurinn" úr þeirra röðum gekk jafnvel svo langt hér um árið að segja að Evrópuumræðan hér á landi ætti ekki að snúast um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið heldur hvort það ætti að ganga úr því. En nú hefur sem sagt verið sýnt fram á með afgerandi hætti að þessi ómerkilegi áróður hefur verið algerlega úr lausu lofti gripinn og rúmlega það. Þar með hefur verið gert að engu eitt af lykilatriðunum í málflutningi íslenzkra Evrópusambandsinna og því í sjálfu sér ekki að furða að þeir séu í sárum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Upplýst var á Alþingi fyrir skemmstu að við Íslendingar höfum verið að taka upp innan við 6,5% af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á þeim rétt rúma áratug sem við höfum verið aðilar að honum. Voru þessar upplýsingar fengnar frá skrifstofu EFTA í Brussel en ljóst er að þær eru í hrópandi mótsögn við þann áróður sem íslenzkir Evrópusambandssinnar hafa haldið að almenningi hér á landi á undanförnum árum þess efnis að umrætt hlutfall væri 70-80% og jafnvel allt upp í 90%. Hafa þær fullyrðingar verið eitt af lykilatriðunum í áróðri þeirra fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið, þ.e. að við værum hvort sem er að taka upp nánast allar lagagerðir sambandsins og gætum því allt eins gengið í það. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á svo um munar að ekki hefur verið steinn yfir steini í þessum málflutningi. Það hefur annars verið afar fróðlegt, svo ekki sé meira sagt, að fylgjast með neyðarlegum viðbrögðum þeirra forystumanna íslenzkra Evrópusambandssinna sem tjáð hafa sig um þessar nýfengnu upplýsingar. Hafa viðbrögðin helzt einkennst af fálmi og vandræðalegum tilraunum til þess að hanga á einhverjum smáatriðum í því skyni að reyna að draga 6,5% töluna í efa. Það er reyndar ekki sama hvaða forystumaður Evrópusambandssinna á í hlut. Þannig hafa Eiríkur Bergmann Einarsson, fyrrv. stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, reynt að draga niðurstöðu skrifstofu EFTA í efa á sama tíma og Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, hefur gengizt við henni eftir því sem bezt verður séð. Andrés ritaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem ekki kom fram neinn efi um það að 6,5% talan ætti við rök að styðjast. Hins vegar vildi hann meina að áhrif þeirra tæplega 6,5% lagagerða Evrópusambandsins, sem Ísland hefur gengizt undir vegna EES-samningsins, skiptu meira máli en hversu hátt hlutfall af heildarlagagerðum sambandsins við hefðum tekið upp. Þarna kveður auðvitað við algerlega nýjan tón í málflutningi Evrópusambandssinna í þessum efnum sem einmitt hefur hingað til allur snúist um það hversu hátt hlutfallið væri en ekki um vægi einstakra lagagerða. Eins og áður segir hefur tilgangurinn með þeim málflutningi verið sá að telja almenningi á Íslandi trú um að við værum að taka yfir nánast allar lagagerðir Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og gætum því allt eins bara gengið í sambandið. Einn sjálfskipaði "Evrópusérfræðingurinn" úr þeirra röðum gekk jafnvel svo langt hér um árið að segja að Evrópuumræðan hér á landi ætti ekki að snúast um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið heldur hvort það ætti að ganga úr því. En nú hefur sem sagt verið sýnt fram á með afgerandi hætti að þessi ómerkilegi áróður hefur verið algerlega úr lausu lofti gripinn og rúmlega það. Þar með hefur verið gert að engu eitt af lykilatriðunum í málflutningi íslenzkra Evrópusambandsinna og því í sjálfu sér ekki að furða að þeir séu í sárum.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar