Viðskipti innlent

Eimskip selur farmtryggingar fyrir TM

MYND/Vilhelm

Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur tekið að sér sölu farmtrygginga fyrir Tryggingamiðstöðina Samningurinn felur í sér aukna þjónustu við viðskiptavini Eimskipafélagsins, einfaldari iðgjaldaskrá og í mörgum tilfellum hagstæðari iðgjöld.

Jafnframt tekur Eimskip að sér afgreiðslu og uppgjör tjónamála að ákveðnu marki fyrir hönd Tryggingamiðstöðvarinnar. Þessari nýbreytni er ætlað að einfalda alla vöruflutninga fyrir þá sem flytja vörur með Eimskipafélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×