Innlent

Gistinótttum fjölgaði í september

MYND/Fréttablaðið
 
 

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um rúm þrettán prósent milli ára. Í september í fyrra voru þær tæplega áttatíu og tvö prósent en í september á þessu ári tæplega níutíu og þrjúþúsund. Fjölgun gistinátta þetta árið er nánast eingöngu vegna útlendinga.

Hlutfallslega mesta aukningin varð á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinóttum fjölgaði um tæplega tuttugu og þrjú prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 10.900 og þýðir það tuttugu prósent fjölgun milli ára. Í öðrum landshlutum fækkaði hins vegar gistinóttum í september. Á Austurlandi nam samdrátturinn tæpum tólf prósentum, á Norðurlandi tæpum sjö prósentum og á Suðurlandi tæpum sex prósentum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Í september síðastliðnum voru sjötíu og fimm hótel með opið allt árið en á sama tíma fyrir ári voru þau sjötíu. Hótelum fjölgaði um tvö á höfuðborgarsvæðinu, tvö á Vesturlandi og eitt á Norðurlandi eystra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×