Erlent

Yfir 120 rænt í Írak undanfarið ár

Yfir 120 útlendingum hefur verið rænt í Írak síðastliðið ár og hefur um þriðjungur þeirra verið tekinn af lífi en sumum sleppt eftir að komið hefur verið til móts við kröfur mannræningja. Tyrkir eru fjölmennastir á lista þeirra sem rænt hefur verið, eða alls 14, en 12 Nepölum var rænt í fyrra og þeir allir teknir af lífi. Þá hefur sjö Jórdönum verið rænt síðastliðið ár og sex Bandaríkjamönnum. Síðast í dag var þremur mönnum rænt, tveimur indónesískum blaðamönnum og bílstjóra þeirra, en talið er að uppreisnarmenn standi á bak við ránið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×