Erlent

Negroponte stjórnar leyniþjónustu

John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, hefur verið skipaður í stöðu yfirmanns allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Negroponte mun hafa yfirumsjón með öllum fimmtán leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna, meðal annars bæði FBI og CIA. Staðan er ný af nálinni, en hún var sett á laggirnar í kjölfar árásanna 11. september árið 2001. Hlutverk hins nýja yfirmanns er fyrst og fremst að sjá til þess að samræma aðgerðir stofnananna sem undir hann heyra og eins verður hann helsti ráðgjafi forsetans í málefnum leyniþjónustunnar. Negroponte var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum áður en hann fór til Íraks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×