Innlent

Sorp til rafmagnsframleiðslu

Í lok maí hefjast byggingarframkvæmdir við sorpbrennslustöð skammt sunnan við Húsavík sem getur tekið á móti 8000 tonnum af úrgangi á ári. Sú varmaorka sem myndast við brennsluna verður notuð til raforkuframleiðslu hjá Orkuveitu Húsavíkur og jafngildir 10 til 15 prósentum af allri raforkuþörf Húsvíkinga. Sorpsamlag Þingeyinga mun eiga og reka sorpbrennslustöðina en þar verður allur úrgangur frá Húsavík og nágrannasveitarfélögunum flokkaður og það brennt sem hægt er að brenna. Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga, segir kostnaðinn við sorpbrennslustöðina á bilinu 300 til 350 milljónir króna en framkvæmdum á að ljúka fyrir árslok. "Við ætlum að kveikja upp á gamlárskvöld og rekstur stöðvarinnar á að standa undir sér. Sorpið sér að mestu leyti sjálft um brunann, nema hvað forbrennslu- og eftirbrennsluhólf verða kynt með olíu en mengun frá stöðinni verður sama og engin," segir Sigurður Rúnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×