Innlent

Brunaæfing við Rauðarárstíg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Sparisjóðirnir æfðu í gær rýmingu húss Sparisjóðanna við Rauðarárstíg. Æfingin var til að prófa rýmingaráætlun hússins ef upp kæmi bruni. Tveimur var bjargað út um glugga á efstu hæð hússins jafnframt því sem að reykkafarar fóru inn í húsið og leiddu þaðan út einn mann. Æfingin gekk að mestu snurðulaust fyrir sig fyrir utan það að annar lyftubíll slökkviliðsins lét eitthvað á sér standa. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu var það vegna þess að lyfturnar eru tölvustýrðar og í þessu tilfelli hafi tölvan einfaldlega frosið, engin vandamál hafi verið þegar bíllinn var prófaður um morguninn. Örfáar mínútur tók að endurræsa bílinn og tölvuna og þá var hægt að ljúka æfingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×