Sport

Sharapova mætir Davenport

Úrslitin á Pan Pacific Open tennismótinu í Tókíó ráðast í dag þegar Maria Sharapova og Lindsay Davenport eigast við í úrslitaleik. Báðar unnu þær undanúrslitaleiki sína örugglega, Sharapova vann Shinobu Asagoe en Davenport mætti Svetlana Kuznetsova og bar sigur út býtum. "Við áttum báðar góðan dag í dag og börðumst frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu," sagði Sharapova. "Lindsay er best í heiminum þannig að þetta verður erfið viðureign."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×