Erlent

Taldir tengjast árásum í Madríd

Dómari á Spáni úrskurðaði í dag að hálfbræður af marokkóskum uppruna sem handteknir voru á þriðjudag skuli sæta gæsluvarðhaldi þar sem talið er að þeir hafi starfað með þeim sem stóðu á bak við hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars í fyrra. Bræðurnir eru sagðir skyldir Youssef Belhadji sem handtekinn var í Belgíu í tengslum við rannsókn málsins, en Belhadji er talinn vera talsmaður al-Qaida sem lýsti tilræðinu á hendur sér á myndbandi sem fannst skömmu eftir lestarsprengingarnar. Rúmlega 100 múslímar hafa verið handteknir á Spáni, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum, en mörgum hefur þó verið sleppt vegna skorts á sönnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×