Sport

Nær Els þeim fjórða í röð?

Kylfingurinn Ernie Els frá Suður-Afríku er þremur höggum á eftir heimamanninum Nick O´Hearn fyrir lokadag Heinken Classic-mótsins sem fram fer í Melbourne, Ástralíu. Els lék á fimm höggum undir pari á þriðja hringnum í nótt en hann hefur unnið þetta mót þrjú á í röð og gæti því skráð nafn sitt í sögubækurnar með góðri spilamennsku á morgun. O´Hearn er á 14 höggum undir pari, höggi á undan löndum sínum Jarrod Lyle og Craig Parry. Els er svo ásamt Brett Rumford í fjórða sæti. Nái Els sigri á morgun verður hann einn fimm kylfinga í sögunni sem hafa náð að sigra sama mótið fjögur ár í röð, en Tiger Woods varð síðastur til þess er hann vann Buick-mótið á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×