Viðskipti erlent

Færri atvinnulausir í Evrópu

Atvinnuleysi í Evrópu minnkaði í maí um 0,1 prósent og er nú 8,8 prósent. Stafar lækkunin aðallaga af fækkun atvinnulausra á Spáni og í Þýskalandi þar sem atvinnuleysi féll niður fyrir tíu prósenta markið í fyrsta skipti í langan tíma. Rúmlega 19 milljónir manna eru nú án atvinnu í Evrópu og þykir hlutfallið hátt þegar miðað er við Bandaríkin eða Japan, þar sem atvinnuleysi er um og yfir fimm prósent. Atvinnuleysi er mikið hitamál í Evrópu um þessar mundir og þá sérstaklega í tveimur stærstu hagkerfum álfunnar, því þýska og hinu franska, þar sem pólitísk umræða snýst meira og minna um hagstjórn og atvinnuleysi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×