Erlent

Sakfelldir fyrir kynlífsþrælkun

Átta menn voru dæmdir í fangelsi í héraðsdómi í Osló í dag fyrir að hafa haft tvær konur frá Rússlandi og Litháen í kynlífsþrælkun. Konurnar voru neyddar til að stunda vændi í Osló og haldið sem þrælum. Höfuðpaurinn sem er frá Georgíu fékk ellefu ára fangelsisdóm fyrir mannrán og þrælahald og yngri bróðir hans fjögurra og hálfs árs dóm. Sex aðrir, þar af einn Norðmaður, fengu allt frá fimm mánaða fangelsisdómi til fimm ára. Þeir voru dæmdir fyrir nauðgun og skipulagt nauðungarvændi. Þeir neituðu allir sök fyrir dómi en talið er að brotin hafi átt sér stað allt frá árinu 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×