Erlent

Leitað að námumönnum á lífi

Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa. Þótt þetta sé mannskæðasta námuslysið í meira en hálfa öld eru námuslys tíð í Kína og um 4000 manns létust í sambærilegum sprengingum í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×