Sport

Sigur hjá Guðmundi og félögum

Guðmundur E. Stephensen og félagar í Malmö gerðu í gær jafntefli við Söderhamns í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis. Leikar fóru 5-5. Guðmundur tryggði liði sínu þrjá vinninga, hann vann báða einliðaleikina og vann einnig tvíliðaleik með kínverskum félaga sínum, Zhao Peng. Malmö er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, stigi á eftir Eslövs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×