Erlent

Hótað að myrða nemendur

Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann. Ekki liggur enn fyrir hver stóð á bak við hótunina en málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×