Erlent

Hálf milljón kemst ekki til vinnu

Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega. Borgarstjórinn í Madríd segir að nærliggjandi götur og starfsemi í kring verði lokuð að minnsta kosti þangað til á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×