Keflavík Íslandsmeistari 9. apríl 2005 00:01 Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik, þriðja árið í röð, eftir að þeir lögðu Snæfell, 98-88 í Stykkishólmi nú rétt í þessu og sigruðu 3-1 í einvígi liðanna. Sigur þeirra í dag var verðskuldaður, því liðið kom mjög einbeitt til leiks og leiddi nánast allan leikinn. Snæfellingar náðu sér aldrei á strik í leiknum í dag og lykilmenn þeirra voru einfaldlega ekki nógu vel stemmdir. Þrátt fyrir að liðið hafi náð nokkrum ágætum sprettum í leiknum, mættu þeir ofjörlum sínum á heimavelli sínum í dag. Magnús Gunnarsson hristi af sér slenið eftir dapran þriðja leik og fór mikinn í stigaskoruninni. Hann setti 29 stig í leiknum, þar af 6 þriggja stiga körfur, eftir að hafa verið stigalaus í síðasta leik. Magnús mætti til leiks með nýja klippingu sem virtist duga honum vel, en hann hafði rakað hanakamb á höfuð sitt og var því ansi skrautlegur að sjá. Magnús hitti vel úr vítaskotum sínum í úrslitakeppninni, en hann nýtti 28 af 29 vítum sínum í henni, þar af 14 af 14 í úrslitunum sjálfum. Snæfellingar verða að bíta í það súra epli að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum annað árið í röð, en þrátt fyrir að suðurnesjaliðið hafi verið nokkuð brokkgengt í úrslitakeppninni í ár, náðu þeir ekki að nýta sér það og verða að sætta sig við silfrið öðru sinni. Nick Bradford var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins, en hann var lykilmaður í einvíginu. Meðaltöl hans í úrslitarimmunni voru 23 stig, 12,3 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 29 (5 fráköst), Anthony Glover 23 (9 fráköst), Nick Bradford 22 (13 fráköst, 10 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 18, Sverrir Þór Sverrisson 6 (8 fráköst, 4 stoðsendingar). Stig Snæfells: Mike Ames 21, Hlynur Bæringsson 18 (9 fráköst, 5 stoðsendingar), Calvin Clemmons 12 (13 fráköst), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12 (6 stoðsendingar), Helgi Reynir Guðmundsson 9, Magni Hafsteinsson 8, Sigurður Þorvaldsson 8. Körfubolti Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn Sjá meira
Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik, þriðja árið í röð, eftir að þeir lögðu Snæfell, 98-88 í Stykkishólmi nú rétt í þessu og sigruðu 3-1 í einvígi liðanna. Sigur þeirra í dag var verðskuldaður, því liðið kom mjög einbeitt til leiks og leiddi nánast allan leikinn. Snæfellingar náðu sér aldrei á strik í leiknum í dag og lykilmenn þeirra voru einfaldlega ekki nógu vel stemmdir. Þrátt fyrir að liðið hafi náð nokkrum ágætum sprettum í leiknum, mættu þeir ofjörlum sínum á heimavelli sínum í dag. Magnús Gunnarsson hristi af sér slenið eftir dapran þriðja leik og fór mikinn í stigaskoruninni. Hann setti 29 stig í leiknum, þar af 6 þriggja stiga körfur, eftir að hafa verið stigalaus í síðasta leik. Magnús mætti til leiks með nýja klippingu sem virtist duga honum vel, en hann hafði rakað hanakamb á höfuð sitt og var því ansi skrautlegur að sjá. Magnús hitti vel úr vítaskotum sínum í úrslitakeppninni, en hann nýtti 28 af 29 vítum sínum í henni, þar af 14 af 14 í úrslitunum sjálfum. Snæfellingar verða að bíta í það súra epli að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum annað árið í röð, en þrátt fyrir að suðurnesjaliðið hafi verið nokkuð brokkgengt í úrslitakeppninni í ár, náðu þeir ekki að nýta sér það og verða að sætta sig við silfrið öðru sinni. Nick Bradford var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins, en hann var lykilmaður í einvíginu. Meðaltöl hans í úrslitarimmunni voru 23 stig, 12,3 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 29 (5 fráköst), Anthony Glover 23 (9 fráköst), Nick Bradford 22 (13 fráköst, 10 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 18, Sverrir Þór Sverrisson 6 (8 fráköst, 4 stoðsendingar). Stig Snæfells: Mike Ames 21, Hlynur Bæringsson 18 (9 fráköst, 5 stoðsendingar), Calvin Clemmons 12 (13 fráköst), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12 (6 stoðsendingar), Helgi Reynir Guðmundsson 9, Magni Hafsteinsson 8, Sigurður Þorvaldsson 8.
Körfubolti Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn Sjá meira