Smátelpur vilja grennast 8. mars 2005 00:01 Áströlsk könnun sem birt var í gær leiðir í ljós að stúlkur virðast hafa áhyggjur af líkamsþyngd sinni mun fyrr en áður var talið. Svo virðist sem strax á fyrstu árum barnaskólans finnist telpum þær vera undir þrýstingi frá jafnöldrum sínum um að grenna sig. Þær telja að því grennri sem þær séu, þeim mun vinsælli verði þær hjá félögum sínum. Rannsóknin birtist í nýjasta hefti British Journal of Developmental Psychology. Fræðimenn við Flinders-háskólann í Ástralíu tóku ítarleg viðtöl við 81 telpu á aldrinum 5-8 ára um þessi mál. 72 prósent þeirra vildu vera léttari og 46 prósent sögðust ætla í megrun ef þær yrðu þyngri. Flestar töldu að grannur líkami færði þeim vinsældir jafnaldra sinna. Telpunum voru einnig sýndar myndir af stúlku sem hafði fitnað síðan hún hóf skólagöngu. Meirihluti þeirra bjóst við að henni yrði strítt fyrir vikið. Aðeins tíu prósent stúlknanna voru í raun og veru yfir kjörþyngd og fæstar þeirra höfðu nokkuð hugsað um þessi mál þegar þær hófu skólagönguna. Fljótlega virtist hins vegar óánægja þeirra með líkama sinn gera vart við sig og þær tóku um leið að sýna megrun áhuga. Annar höfunda skýrsluna, Hayley Dohnt, benti í viðtali við blaðamenn á að upphaf skólagöngunnar væri mikilvægasti atburðurinn í lífi barna á þessum aldri. "Þess vegna virðist hópþrýstingur jafnaldra, sem fram að þessu hefur verið talinn einskorðast við unglingsárin, hafa mun meira að segja fyrir börn á þessum aldri en áður var talið." Áhrif foreldra mættu sín lítils í samanburði við þrýsting jafnaldranna. Næringarfræðingur hjá Breska manneldisráðinu sagði í viðtali við dagblaðið Independent að skýringanna væri líka að leita í dægurmenningunni. "Þarna er loksins komið í ljós hvaða afleiðingar þessi dýrkun á popp- og kvikmyndastjörnum og útliti þeirra getur haft." BBC hefur eftir talsmönnum breskra samtaka gegn átröskunum að sjúkdómurinn hafi verið greindur í átta ára gömlum stúlkum. Erlent Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Áströlsk könnun sem birt var í gær leiðir í ljós að stúlkur virðast hafa áhyggjur af líkamsþyngd sinni mun fyrr en áður var talið. Svo virðist sem strax á fyrstu árum barnaskólans finnist telpum þær vera undir þrýstingi frá jafnöldrum sínum um að grenna sig. Þær telja að því grennri sem þær séu, þeim mun vinsælli verði þær hjá félögum sínum. Rannsóknin birtist í nýjasta hefti British Journal of Developmental Psychology. Fræðimenn við Flinders-háskólann í Ástralíu tóku ítarleg viðtöl við 81 telpu á aldrinum 5-8 ára um þessi mál. 72 prósent þeirra vildu vera léttari og 46 prósent sögðust ætla í megrun ef þær yrðu þyngri. Flestar töldu að grannur líkami færði þeim vinsældir jafnaldra sinna. Telpunum voru einnig sýndar myndir af stúlku sem hafði fitnað síðan hún hóf skólagöngu. Meirihluti þeirra bjóst við að henni yrði strítt fyrir vikið. Aðeins tíu prósent stúlknanna voru í raun og veru yfir kjörþyngd og fæstar þeirra höfðu nokkuð hugsað um þessi mál þegar þær hófu skólagönguna. Fljótlega virtist hins vegar óánægja þeirra með líkama sinn gera vart við sig og þær tóku um leið að sýna megrun áhuga. Annar höfunda skýrsluna, Hayley Dohnt, benti í viðtali við blaðamenn á að upphaf skólagöngunnar væri mikilvægasti atburðurinn í lífi barna á þessum aldri. "Þess vegna virðist hópþrýstingur jafnaldra, sem fram að þessu hefur verið talinn einskorðast við unglingsárin, hafa mun meira að segja fyrir börn á þessum aldri en áður var talið." Áhrif foreldra mættu sín lítils í samanburði við þrýsting jafnaldranna. Næringarfræðingur hjá Breska manneldisráðinu sagði í viðtali við dagblaðið Independent að skýringanna væri líka að leita í dægurmenningunni. "Þarna er loksins komið í ljós hvaða afleiðingar þessi dýrkun á popp- og kvikmyndastjörnum og útliti þeirra getur haft." BBC hefur eftir talsmönnum breskra samtaka gegn átröskunum að sjúkdómurinn hafi verið greindur í átta ára gömlum stúlkum.
Erlent Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira