Innlent

Þrjú verðlaunuð fyrir starfsmenntastarf

Úr stjórnstöð Landsvirkjunar.
Úr stjórnstöð Landsvirkjunar. MYND/Pjetur

Landsvirkjun, Efling og Ingibjörg Hafstað hlutu í dag starfsmenntaverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti verðlaunin.

Landsvirkjun fékk verðlaunin fyrir uppbyggingu fræðslustarfs fyrirtækisins og Efling fyrir metnaðarfullar lausnir til að svara menntunarþörf félagsmanna og veita öllum tækifæri til náms. Ingibjörg Hafstað fékk verðlaun sín fyrir frumkvöðlastarf í starfstengdu íslenskunámi fyrir útlendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×