OR eflist í almannaþágu 9. júní 2005 00:01 Á Orkuveitan að selja orku tik stóriðju? - Sigrún Elsa Smáradóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir skemmstu spratt upp mikil og heit umræða um mögulega raforkusölu Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers Í Helguvík. Umræðan fór af stað í kjölfar þess að skrifað var undir viljayfirlýsingu að hálfu Hitaveitu Suðurnesja, Reykjanesbæjar og Norðuráls. Þá þegar hafði OR hafnað því að taka þátt í viljayfirlýsingunni. Ástæða þess að OR hafnaði þátttöku á þessu stigi málsins var ekki sú að Orkuveitan vilji ekki þessi viðskipti, heldur vill fyrirtækið ekki blanda sér í karp um staðarval á nýju álveri. Ég tel að þetta hafi verið skynsamlegt enda ekkert í hendi um að álver rísi í Helguvík, annað en vilji bæjaryfirvalda, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Ekkert umhverfismat liggur fyrir og málið er komið skammt á veg bæði í umræðu og skipulagningu. Þátttaka í viljayfirlýsingu hefði ekki gert annað en skuldbinda OR á þessu svæði, meðan margir aðrir kostir koma til greina, þegar kemur að orkusölu til stóriðju. Á Orkuveitan að selja til stóriðju? Við þetta vöknuðu spurningar um það hvort OR eigi yfirhöfuð að selja orku til stóriðju. Eins og staðan er núna eru um 50% af raforkusölu OR til stóriðju. Stefna OR er að selja vatn og rafmagn á sem hagstæðustu verði til almennings enda er arðsemi af þeirri starfsemi haldið í lágmarki og er hún í kringum 3-4%. OR er 94,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Mikið af fjármagni borgarinnar er því bundið í Orkuveitunni eða um 46% af heildar eigin fé borgarinnar, 42 milljarðar af 90 milljarða eigin fé borgarinnar. Ef bæði skuldir og eigið fé eru tekin saman er þetta hlutfall 38%, um 74 milljarðar af 192 milljörðum. Það hlýtur því að vera skylda borgaryfirvalda að reyna að fá arð af þessum fjármunum á sama tíma og þeirri stefnu að selja vatn og rafmagn til almennings á sem hagstæðustu verði er haldið óbreyttri. Til þess að eigendur geti tekið arð út úr fyrirtækinu þarf það að skila hagnaði ef eignir þess eiga ekki að rýrna. Staðreynd málsins er sú að sala á orku til stóriðju er einn af lykilþáttum þess að fyrirtækið skili hagnaði, enda er arðsemi af orkusölu til stóriðju margföld á við arðsemi á orkusölu til einstaklinga. Sala til stóriðju er því mikilvægur þáttur í því að fyrirtækið geti vaxið og dafnað, virkjað og nýtt þau réttindi til orkuöflunar sem fyrirtækið hefur aflað sér og tryggt með því bæði endurnýjun virkjana og áhættudreifingu í fjárfestingu. Arðsemi hlýtur að vera það meginleiðarljós sem OR setur sér í ákvarðanatöku um hvar og hvernig hún færir út kvíarnar, þegar kemur að öðru en þjónustu og sölu til eigenda sinna, almennings í borginni. Það er með þeim gleraugum sem við verðum að líta á orkusölu til stóriðju. Það er ekki borgarstjórnar Reykjavíkur eða stjórnar Orkuveitunnar að sporna gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Það er hins vegar okkar að tryggja að orkuöflun OR sé eins umhverfisvæn og unnt er og að arðsemi fyrirtækisins af fjárfestingu tengdri stóriðju sé góð. Arðgreiðslur til eigenda Á undanförnum árum hefur OR verið að skila 1,3–1,4 milljörðum í arðgreiðslur til borgarsjóðs sem þar nýtast til uppbyggingar og reksturs í borginni okkar. Ef enginn arður væri af OR þyrftu þessir peningar að koma annars staðar frá, t.d. með auknum þjónustugjöldum eða lækkuðu þjónustustigi. Annað sem hugsanlegt er að skoða væri að selja OR og hafa rentur af eigninni í bankakerfinu. Ég og sjálfsagt flestir Reykvíkingar myndu harma það að sjá OR í einkaeigu þar sem ekki væri lengur hægt að viðhalda markmiðum um sem lægst orkuverð til almennings. Stjórnendur OR hafa fengið frelsi til að reka OR eins og fyrirtæki frekar en steinrunna stofnun eins og því miður er of algengt með fyrirtæki í opinberri eigu. Vissulega leggja eigendur línur hvað varðar lágt verð til almennings, gera kröfu um arðsemi og marka OR meginstarfsvettvang. En vöxt og uppbyggingu OR er ekki síst hægt að þakka stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækisins, sem af metnaði leita nýrra leiða til að hámarka arðsemi af fjárfestingum og þekkingu á sama tíma og þjónusta er aukin og athafnasvæði útvíkkað. OR verður að fá að viðhalda því frelsi sem hún hefur haft til að vaxa og vera stolt okkar Reykvíkinga. Mala fyrir okkur gull og tryggja okkur hagstætt orku- og fjarskiptaverð, skila okkur arði og ryðja leiðina að auknum lífsgæðum og aukinni hagsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á Orkuveitan að selja orku tik stóriðju? - Sigrún Elsa Smáradóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir skemmstu spratt upp mikil og heit umræða um mögulega raforkusölu Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers Í Helguvík. Umræðan fór af stað í kjölfar þess að skrifað var undir viljayfirlýsingu að hálfu Hitaveitu Suðurnesja, Reykjanesbæjar og Norðuráls. Þá þegar hafði OR hafnað því að taka þátt í viljayfirlýsingunni. Ástæða þess að OR hafnaði þátttöku á þessu stigi málsins var ekki sú að Orkuveitan vilji ekki þessi viðskipti, heldur vill fyrirtækið ekki blanda sér í karp um staðarval á nýju álveri. Ég tel að þetta hafi verið skynsamlegt enda ekkert í hendi um að álver rísi í Helguvík, annað en vilji bæjaryfirvalda, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Ekkert umhverfismat liggur fyrir og málið er komið skammt á veg bæði í umræðu og skipulagningu. Þátttaka í viljayfirlýsingu hefði ekki gert annað en skuldbinda OR á þessu svæði, meðan margir aðrir kostir koma til greina, þegar kemur að orkusölu til stóriðju. Á Orkuveitan að selja til stóriðju? Við þetta vöknuðu spurningar um það hvort OR eigi yfirhöfuð að selja orku til stóriðju. Eins og staðan er núna eru um 50% af raforkusölu OR til stóriðju. Stefna OR er að selja vatn og rafmagn á sem hagstæðustu verði til almennings enda er arðsemi af þeirri starfsemi haldið í lágmarki og er hún í kringum 3-4%. OR er 94,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Mikið af fjármagni borgarinnar er því bundið í Orkuveitunni eða um 46% af heildar eigin fé borgarinnar, 42 milljarðar af 90 milljarða eigin fé borgarinnar. Ef bæði skuldir og eigið fé eru tekin saman er þetta hlutfall 38%, um 74 milljarðar af 192 milljörðum. Það hlýtur því að vera skylda borgaryfirvalda að reyna að fá arð af þessum fjármunum á sama tíma og þeirri stefnu að selja vatn og rafmagn til almennings á sem hagstæðustu verði er haldið óbreyttri. Til þess að eigendur geti tekið arð út úr fyrirtækinu þarf það að skila hagnaði ef eignir þess eiga ekki að rýrna. Staðreynd málsins er sú að sala á orku til stóriðju er einn af lykilþáttum þess að fyrirtækið skili hagnaði, enda er arðsemi af orkusölu til stóriðju margföld á við arðsemi á orkusölu til einstaklinga. Sala til stóriðju er því mikilvægur þáttur í því að fyrirtækið geti vaxið og dafnað, virkjað og nýtt þau réttindi til orkuöflunar sem fyrirtækið hefur aflað sér og tryggt með því bæði endurnýjun virkjana og áhættudreifingu í fjárfestingu. Arðsemi hlýtur að vera það meginleiðarljós sem OR setur sér í ákvarðanatöku um hvar og hvernig hún færir út kvíarnar, þegar kemur að öðru en þjónustu og sölu til eigenda sinna, almennings í borginni. Það er með þeim gleraugum sem við verðum að líta á orkusölu til stóriðju. Það er ekki borgarstjórnar Reykjavíkur eða stjórnar Orkuveitunnar að sporna gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Það er hins vegar okkar að tryggja að orkuöflun OR sé eins umhverfisvæn og unnt er og að arðsemi fyrirtækisins af fjárfestingu tengdri stóriðju sé góð. Arðgreiðslur til eigenda Á undanförnum árum hefur OR verið að skila 1,3–1,4 milljörðum í arðgreiðslur til borgarsjóðs sem þar nýtast til uppbyggingar og reksturs í borginni okkar. Ef enginn arður væri af OR þyrftu þessir peningar að koma annars staðar frá, t.d. með auknum þjónustugjöldum eða lækkuðu þjónustustigi. Annað sem hugsanlegt er að skoða væri að selja OR og hafa rentur af eigninni í bankakerfinu. Ég og sjálfsagt flestir Reykvíkingar myndu harma það að sjá OR í einkaeigu þar sem ekki væri lengur hægt að viðhalda markmiðum um sem lægst orkuverð til almennings. Stjórnendur OR hafa fengið frelsi til að reka OR eins og fyrirtæki frekar en steinrunna stofnun eins og því miður er of algengt með fyrirtæki í opinberri eigu. Vissulega leggja eigendur línur hvað varðar lágt verð til almennings, gera kröfu um arðsemi og marka OR meginstarfsvettvang. En vöxt og uppbyggingu OR er ekki síst hægt að þakka stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækisins, sem af metnaði leita nýrra leiða til að hámarka arðsemi af fjárfestingum og þekkingu á sama tíma og þjónusta er aukin og athafnasvæði útvíkkað. OR verður að fá að viðhalda því frelsi sem hún hefur haft til að vaxa og vera stolt okkar Reykvíkinga. Mala fyrir okkur gull og tryggja okkur hagstætt orku- og fjarskiptaverð, skila okkur arði og ryðja leiðina að auknum lífsgæðum og aukinni hagsæld.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar