Erlent

Vaxandi reiði í garð yfirvalda

Vaxandi reiði gætir hjá eftirlifendum á hamfarasvæðunum í Asíu vegna seinagangs yfirvalda eftir jarðskjálfta upp á 7,6 á Richter sem skók svæðið á laugardag. Óöld ríkir á sumum stöðum þar sem ræningjar hafa látið til sín taka, þar á meðal í Muzaffarabad í Pakistanshluta Kasmírhéraðs sem varð mjög illa úti í skjálftanum, en talið er að allt að ellefu þúsund manns hafi látist þar. Fregnir hafa borist af verslunareigendum sem reyna að verja verslanir sínar fyrir ránum og hafa sumir þeirra grýtt menn sem reynt hafa að stela úr búðunum. Björgunaraðgerðir í Pakistan stóðu yfir í alla nótt en höfuðborg landsins, Islamabad, er svo gott sem rústir einar og eru menn vonlitlir um að finna mikið fleira fólk á lífi. Þó fundust fimm börn í rústum skóla í morgun og kona og barn í gær í rústum húss þar sem þau höfðu verið föst í yfir 60 klukkustundir. Jarðskjálftinn er sá versti í sögu landsins en talið er að allt að 30 þúsund manns hafi látist í landinu af hans völdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×