Ökum miðað við aðstæður 7. júlí 2005 00:01 Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar